Mikið í gangi í Geysi
Það er alltaf öflugt starf í Geysi. Næg verkefni sem öflugir félagar inna af hendi með alúð og frumkvæði. Herbergi á annari hæð hefur verið í yfirhalningu og gengið með ágætum. Búið er að mála og spartsla herbergið og matsalur og fundaraðstaða eldhúsdeildar voru bónuð. Fundur í Ferðaklúbbi Geysis var haldinn í gær þriðjudaginn 10. apríl og mætti fjöldi manns sem ætlar að fara til Tenerife á Kanarí í haust. Gert er ráð fyrir rúmlega 20 manna hópi í þá ferð. Svo verður húsfundur í dag að vanda með fullt af skemmtilegum málum til umræðu og ákvörðunar. Svo er sundferð í félagslegri dagskrá á morgun fimmtudag 12. apríl. Félagar mætum og verum virkir í góðu starfi.

Tommi að afloknu góðu verki

Undirbúningur fyrir bónun.