Minnum á skyndihjálparnámskeiðið
Í dag ætlar hún Elfa hjúkrunarfræðingur hjá vinnuvernda að halda námskeið í skyndhjálp. Grunnþekking í skyndihjálp er öllum gagnleg, hvort sem er í leik eða starfi. Námskeiðið er 2 klukkustundir og verður farið yfir grundvallaratriði skyndihjálpar með félögum og starfsfólki. Námskeiðið hefst kl. 13.30 og hvetjum við alla til þess að mæta og taka þátt. Einnig má minna á að nú fer í hönd sá hluti ársins þar sem ýmsir heilsutengdir áhættuþættir verða sýnilegir og er þá gott að kunna ýmislegt fyrir sér á neyðarstundu.