Munaskápar í Geysi
Eins og sagt var frá í síðasta Litla-Hver hafa orðið breytingar á skápaleigunni hjá okkur í Geysi. Áður þurfti að greiða 100 krónur í hvert skipti sem félagar fengu skáp. Eftir breytingar er eingöngu greitt tryggingajald sem fæst endurgreitt þegar lykli er skilað aftur á réttum tíma. Nú er einnig hægt að að fá skáp í lengri tíma en áður og hækkar tryggingagjald þá í samræmi við það.
Hægt er að fá lykil fyrir einn dag, eina viku eða einn mánuð. Trygginagjaldið var ákveðið sem hér segir.
- 1 dagur – 100 krónur
- 1 vika – 500 krónur
- 1 mánuður – 2.000 krónur
Jafnframt var ákveðið að ef félagi er með lykil í einn mánuð, þá þarf að skila lykli fyrsta dags hvers mánaðar (eða fyrsta opnunardag í klúbbnum eftir mánaðarmót). Þetta er gert til þess að minnka líkur á að gleymist að skila lykli á réttum tíma.
Tryggingagjald fæst endurgreitt þegar lykli er skilað á réttum tíma. 100 krónur dragast frá gjaldinu fyrir hvern dag sem lykli er ekki skilað. Ef félagi kemst ekki til að skila lykli á tilskyldum degi er hægt að hringja og láta vita. Tekið verður tillit til þess.
Þetta nýja skipulag er til prufu og viljum við biðja félaga um að láta okkur vita hvað þeim finnst um þessar breytingar. Að lokum hvetjum alla félaga til þess að nýta sér munaskápana til þess að geyma verðmæti. Til þess eru þeir.