Næring fyrir anda og efni
Jóga
Það hefur verið góð stemming í Klúbbnum Geysi nú í heilsuviku, eins og reyndar allar aðrar vikur. Í morgun fór hópur félaga ásamt starfsmönnum í Jóga- setrið til Auðar Bjarnadóttur. Þar kynnti hún ýmsa möguleika jógafræðanna fyrir hópnum. Að sjálfsögðu geta félagar og þeir sem áhuga hafa haldið áfram þessari iðkun, en þeir setji sig þá í samband við Auði í Jógasetrinu Skipholti 50 c. Kostur að stutt er að fara úr Klúbbnum Geysi.
Næring og lýðheilsa
Doktor Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur ætlar að koma til okkar kl. 14.00 í dag og veita félögum nokkra innsýn í gildi góðrar næringar og mikilvægi hennar í daglegum störfum. Jóhanna hefur stundað kennslu og unnið ýmsar rannsóknir í fagi sínu, sem vakið hafa mikla athygli. Við fjölmennum á fyrirlesturinn og bjóðum hana velkomana í Klúbbinn Geysi.