No Time to Die -njósnari hennar hátignar á þriðjudag
Á fimmtudögum höldum við úti félagslegri dagskrá, en í næstu viku ætlum við að breyta örlítið út af vananum og nýta okkur afsláttardaga bíóhúsanna. Á húsfundi var tekin ákvörðun um að sjá njósnara hennar hátignar, 007, í Sambíóunum Álfabakka, klukkan 17.00 þriðjudaginn 12. október. Miðinn kostar 900 kr og myndin er um tveir tímar að lengd.
Shaken, not stirred