Nú kemur sumarið
Um leið og vetur kveður eftir nokkuð rysjótta tíð það sem af er þessu ári, er þess mun meiri ástæða til að byggja upp orkuríkt sumar að næra jákvæðni sálarinnar. Stundum er sagt að hliðstæða sé með andlegu ástandi þjóða og veðurfari. Hvort kemur á undan andinn eða veðrið verður ekki skorið úr um hér, en vissulega getum við gert ráð fyrir að eitthvað kunni að skarast þegar hið minnsta mætir hinu smáa og öfugt. En allt um heimspekilegar vangaveltur. Við getum altént með einum eða öðrum hætti haft áhrif á umhverfi okkar, mótað það og breytt og úr því svo er skulum við gera það til góðra verka án hroka og yfirgangs. Með heilindi í farteskinu eru okkur allir vegir færir. Munum eftir því. Bestu óskir um gleðilegt sumar og gott veður hið innra sem ytra.
Klúbburinn Geysir verður lokaður sumardaginn fyrsta 20. apríl. Sjáumst kát og hress föstudaginn 21. apríl.