Ný og skemmtileg vika framundan
Þorrablótið var haldið á föstudaginn var við mikinn fögnuð þjóðeflandi fólks og tókst vel. Framundan í þessari viku er auðvitað töfrmáttur tónlistar á Kjarvalstuðum kl. 14.00 hvar Dísella Lárusdóttir mun syngja. Ritnefndarfundur vegna fjölnefndrar útgáfupælingar í tilefni 20 ára afmælis klúbbsins á árinu. Ferðafundur verður á fimmtudaginn kl. 10.00. Mikilvægt að áhugasamir mæti ef huga skal að ferðahreyfingum á þessu ári. Kosið verður í stjórn Ferðafélagsins og stjórn ferðasjóðsins. Farið verður í pönksafnið á fimmtudaginn kl. 16.00. Minnum svo á menningarferð til Akraness á laugardaginn. Ætlum að taka strætó. kostar 940 kr. aðra leiðina. Tími ákveðinn á húsfundi á miðvikudaginn. Svo eru alltaf spennandi tækifæri og verkefni á vinnumiðuðum degi. Koma svo.

Dísella Lárusdóttir sopransöngkona