Ný vefsíða að verða klár
Nú styttist í það! Ný heimasíða Klúbbsins Geysis er nú að taka á sig mynd og geta félagar og starfsmenn nú séð hana á Vefslóðinni http://vu2023.betty.1984.is. Síðan er ekki komin í endanlegt útlit og vantar t.d. inn myndir sem settar verða inn þegar við færum okkur yfir á kgeysir.is.
Vinna við gerð síðunnar hefur hentað vel sem verkefni inn í vinnumiðaðan dag og gefið félögum jafn og starfsfólki tækifæri á að virkja áhuga sinn á að spreyta sig við verðugt verkefni. Notast er við vefumhverfi WordPress sem er algjörlega frítt. Ákveðið var að hýsa síðuna hjá 1984.is og kostar sú hýsing um 12.000 kr. á ári.
Við hvetjum alla til að kynna sér nýju síðuna og láta okkur vita hvað vel er gert og hvað má betur fara.