Ný vika og ný fyrirheit
Alltaf bætist við árið, sama hversu maður reynir að hægja á því í góðu veðri, en bara láta það lulla í slagveðrum og ekki svo mikilli sól. Hvað um það þá er mikið framundan í klúbbnum okkar eins og alltaf. Ber þar hæst að nefna að nú er hafin fundaröð okkar varðandi vottunarferlið, en fundirnir verða haldnir á fimmtudögum kl. 14.00. Hugsanlega verða einhverjir þessara funda fluttir og hafðir fyrir hádegi. Það verður auglýst síðar. Mikilvægt er að félagar mæti á þessa fundi og taki þátt í umræðum.