Nýí starfsmaðurinn
Guðlaugur Júníusson er nýr starfsmaður í Klúbbnum Geysi, nýkominn á fimmtudagsaldurinn (fyrir tveimur árum). Hann hefur mikinn áhuga á tónlist (spilar á trommur). Önnur áhugamál eru flestar íþróttir, bókmenntir og látbragðsleikur. Engin verk eru of erfið eða of flókin fyrir Guðlaug, sem kýs að láta kalla sig Gulla. Hann er opinn fyrir öllum spurningum sig nema ef væri eitthvað of persónlegt. Hinsvegar getur hann sagt að hann sé sonur hjónanna Júníusar H. Kristinssonar og Guðrún Guðlaugsdóttur. Hann er kvæntur þriggja barna faðir, eitt uppkomið barn, eitt á unglingsaldri og eitt á barnsaldri. Við þetta má bæta að Gulli er líka eins barns afi. Gulli er mjög ánægður með að vera orðinn starfsmaður og liðsmaður Klúbbsins Geysis og lítur björtum augum á framhaldið.

Ingibjörg Sigurðardóttir (t. v.) ásamt Guðlaugi (t. h.)