Nýr sjálfboðaliði mættur
Nýi sjálfboðaliðinn sem starfa mun í Geysi næstu 12 mánuðina mætti til okkar í morgun í stutta kynningu. Hún er frá Ungverjalandi og heitir Orsolya Aporfi, en hún segir það í góðu lagi að hún verði kölluð Orsi. Hún er menntuð í ensku og þýðingarfræðum og verður gaman að fá að kynnast henni og nýjum viðhorfum. Það voru Kári og Helgi sem sýndu henni klúbbinn og sögðu henni frá skipan klúbbsins og sögu. Við bjóðum Orsi velkomna og vonum að hún uni sér vel í Geysi.

Fr. vinstri Orsi, Helgi og Kári.