Opið hús á morgun
Á morgun laugardag verður opið hús í Klúbbnum Geysi frá kl. 11:00 til 15:00. Við ætlum að hittast yfir kaffibolla og kransaköku, elda saman léttan hádegisverð sem verður að þessu sinni fylltar ofnbakaðar tortillarúllur. Einnig munum við fara yfir málefni og menningu líðandi stundar.