Opið Olsen,Olsen hús í kvöld
Það verður opið hús í Geysi í kvöld, opið frá kl. 16.00 til 19.00. Það hefur verið venja að hafa opið hús síðari hluta mánaðar, en þar sem hið óvænta er nú oft skemmtilegra en hið vænta var ákveðið að breyta til. Það verður sjávarfangspizza í matinn og til okkar kemur félagi sem hefur lag á slíkum framsetningum með ekta ítölskum vendingum. Borðhald hefst um 18.00. Fram að því verður heimsmeistaramótið í Olsen, Olsen með frjálsri aðferð haldið. Skráning í Geysi. Drífa sig svo.