Opið hús og jólaföndur með cristinu
Næstkomandi fimmtudag frá kl.16 til 19 er opið hús í Klúbbnum Geysi og ætlar Cristina að kenna okkur að búa til spænskt jólaföndur og bjóða uppá kakó og piparkökur. Allir hvattir til að mæta og búa til svolitla jólastemningu með jólalögum, kertaljósum, heitu kakói og piparkökum.