Opið hús og spurningakeppni á fimmtudag
Á fimmtudag verður opið hús að hætti hússins. Það sem meira er að það verður stórskemmtileg spurningarkeppni. Það verður ekki lögð nógu rík áhersla að spurningarkeppnin ( með þremur í hvoru liði og fjórir svarmöguleikar með spurningu ) er alfarið til skemmtunar en ekki til að prófa menn úr einskis nýtum fróðleik. Veglegir vinningar. Ljúffengur matur verður borinn fram eftir leik. Takið góða skapið með ykkur og myndum meiri háttar stemmingu.
Athugið, þátttakendur verða að skrá sig á skráningablað á annarri hæð eða með því að slá á þráðinn til okkar.