Opnum elhúsið á ný nk. mánudag 23. nóvember
Í ljósi jákvæðari frétta frá sóttvarnaryfirvöldum um þróun covidfaraldursins verður eldhúsið í klúbbnum opnað á ný og þar eldaður og framreiddur matur samkvæmt fyrri venjum. Hvetjum áhugsama sem vilja taka þátt í eldhússtörfunum að mæta. Takmörkuðum fjölda verður þó hægt að koma fyrir í eldhúsinu, en auðvitað alltaf hægt að skiptast á. Þetta er vegna þess að við verðum að virða 2 metra regluna og fjölda í rými, einnig er grímunotkun, handþvottur og sprittun alger skylda. Matseðill sem gildir vikuna 23. til 27. nóvember verður aðgengilegur á heimasíðu klúbbsins. Þeir sem ætla að borða verða að skrá sig fyrir klukkan 10.00 sama dag.

Myndin er tekin þegar verið var að undirbúa piparkökubakstur. Frá vinstri Jacky, Kári, Sigga Nanna, Lucia, Dóra.