Opnum klukkan 08:30 mánudaginn 18. janúar
Eftir ýmsar takmarkanir á opnunartíma klúbbsins vegna Covid hefur öllum slíkum takmörkunum verið létt frá og með 18. janúar. Lengsta af opnuðum við klukkan 10.00 og var opið til 16.00 en nú erum við aftur kominn á eðlilegan opnunartíma, eins og tíðkaðist fyrir Covidfárið. Þrátt fyrir þessar léttanir verðu áfram grímunotkun, handþvottur og sprittun skylda í klúbbnum, auk þess sem tveggja metra regluna ber að virða. Boðið verður upp á morgunverð en ekki á hlaðborði. Hádegisverður hefur verið í boði frá því 23. nóvember og gengið mjög vel. Leggjumst öll á árarnar svo pestinni verðu hrundið. Þetta er ekki búið en vonandi upphaf að covidlausri tilveru.