Örnámskeið
Vegna tæknivæðingar Geysis á vefmiðlum, verður haldið örnámskeið fimmtudaginn 7. apríl kl. 14:00.
Nú á að kenna okkur sem vitum lítið eða ekki neitt hvernig við nýtum okkur þessa tækni. Þar sem starfsmenn og félagar eru þeir sem eiga að setja eitt og annað inn á þessa fjölmiðla er þetta kjörið tækifæri til að fá að vita næstum allt sem þarf svo að við séu marktæk á þessum miðlum.