Orsí kveður.
Já Hún Orsolya (Orsí) okkar sem búin er að vera sjálfboðaliði hjá okkur síðastliðið ár kveður á morgun, en þá er síðasti starfsdagur hennar í Geysi. Við ætlum að efna til smá fagnaðar með kökum og knúsi upp úr kl. 14:00. Allir félagar eru hvattir til að koma og þakka henni fyrir samstarfið og kveðja hana með stæl. Orsí hefur verið okkur og Klúbbnum Geysi mjög svo mikilvæg þetta árið, enda yndisleg manneskja, með jákvæða nærveru, auk þess sem hún er bæði víðsýn og umburðarlynd. Hennar verður sárt saknað, en vonandi eigum við eftir að sjá hana síðar, enda hefur hún sagt að hún eigi eftir að koma aftur til Íslands.