Pop Quiz í Geðhjálp
Miðvikudaginn 20. febrúar kl. 19.30 fer fram popptónlistar-spurningarkeppni á vegum samráðshóps úrræða í geðheilbrigðismálum. Keppnin verður haldin í húsnæði Geðhjálpar Borgartúni 30 annari hæð til hægri. Keppnin var síðast haldin í desember 2017 en þá fór Klúbburinn Geysir með sigur af hólmi. Í liðinu af hálfu klúbbsins nú eru Sigurður Andri Sigurðsson, Helgi Halldórsson og Guðlaugur Júníusson. Félagar eru hvattir til þess að mæta og styðja við bakið á liðinu okkar. Spyrill er Arnar Eggert Thoroddsen. Að venju verður boðið upp á kaffi og pálínumeðlæti.

Farandbikarinn sem keppt verður um.