RTR fréttir
Hulda Ósk Traustadóttir hefur verið ráðin í sumarafleysingar í RTR á Vitatorgi með hugsanlegri framlengingu. Hulda hefur verið félagi í Geysi í mörg ár.
Hún hefur verið í menntadeildinni og stundað nám til leikskólaliða og stuðningsfulltrúa við Fjölbrautarskóla Garðabæjar.
Við óskum henni til hamingju með starfið og velgengni í framtíðinni.