Rýmri opnunartími og þéttari dagskrá!
Opið frá 9-15.00
Nú þegar hefur verið slakað ögn á samkomutakmörkunum getum við loks haft lengur opið og byrjum við á því að hafa opið í sex tíma á hverjum virkum degi; frá 9-15.00. Ýmsir fundir sem hafa átt sinn fasta vikulega sess verða aftur á dagskrá, svo sem skipulags-, ritstjórnar-, útvarps-, og húsfundir. Tímasetningar dagskrárinnar geta þó breyst örlítið til þess að rýma hana innan opnunartímans.
Minnum svo á að tímarnir í ræktinni fara aftur af stað á morgun, föstudag – en sá tími verður klukkan 13.00 þar sem húsið lokar klukkan 14.00. Í næstu viku förum við aftur í gamla ryþmann og byrjum kl. 10.00 á þriðjudögum og kl. 13.30 á föstudögum.