Safnaheimsóknir
Í samvinnu við Borgarsögusafn hafa verið skipulagðar safnaheimsóknir sem hluta af félagslegri dagskrá klúbbsins fram í júní á þessu ári. Ein heimsókn verður í hverjum mánuði á fimmtudögum og lagt af stað frá klúbbnum kl. 15.00. Munið samt að aðra fimmtudaga mánaðarins verður að sjálfsögðu í boði önnur félagsleg dagskrá
Heimsóknirnar verða á eftirtöldum dögum:
4. mars kl.15.00 Sjóminjasafn
5. apríl kl. 15.00 Reykjavíkur Hafnarhús – Ragnar Axelsson: Þar sem heimurinn bráðnar
6. maí kl. 15.00 Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir – Kjarval og samtíminn
7. júní kl. 15.00 Árbæjarsafn
Við hvetjum félaga til að nýta sér þetta tækifæri. Í hverri heimsókn verður leiðsögn og ókeypis á söfnin.
Næstkomandi fimmtudag 4. mars verður farið á Sjóminjasafnið. Áhugsamir félagar eru beðnir um að skrá sig til þátttöku klúbbnum.
Góða skemmtun.