Sameiginlegir deildarfundir eftir hádegi á mánudögum
Mánudaginn 8. desember prófuðum við að halda sameiginlegan deildarfund eftir hádegi niður í eldhúsi. Um er að ræða tilraun til þess að ná fjölbreyttari verkefnum inn í vinnumiðaðan dag og koma starfinu aðeins upp úr hjólförum hversdagsleikans. Fyrirhugað er að prufa að halda þessu fyrirkomulagi áfram og sjá hvert það leiðir okkur.
Í gær var ákveðið að næsta mánudag verði unnið í jólakortum eftir hádegi. Hugmyndin er að búa til svolitla jólastemningu með jólalögum, kertaljósum, piparkökum og mandarínum um leið og við klárum að föndra jólakortin og hugsum vel til hvers annars. Vonandi mæta sem flestir og taka þátt í að búa til góða jólastemningu.