Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins
Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica þriðjudaginn 13. maí. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti fulltrúum Geysis verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt.
Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða.
Meðal annars kemur klúbburinn félögum sínum í tímabundin reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR.
Endilega skoðið meðfylgjandi linka:
http://www.visir.is/klubburinn-geysir-hlytur-samfelagsverdlaun-frettabladsins/article/2014140519582
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV861D0606-FAEE-4903-8A4E-179BB42F2FA9