Síðdegi í klúbbhúsinu – Tími tækifæranna
Hádegisverður hefur verið fram reiddur, diskarnir hafa verið þvegnir, búið er að gera hreint í klúbbhúsinu og klukkan er hálf tvö. Nokkur skrifstofu- og stjórnunarstörf og ef til vill nokkur verkefni hafa verið tímasett þetta síðdegi. Verið getur að sumir félagar þurfi á aðstoð að halda varðandi sín einkamál. Stundum þarf að undirbúa kvöldviðburð. Samt virðist oft svo sem meginvinnu dagsins sé lokið. Margir félagar fara heim og starfsfólk leitar leiða til þess að halda fleiri félögum í húsinu.
Þessi staða endurspeglar þá staðreynd að hinn vinnumiðaði dagur þróast í kringum þarfir sem liggja í augum uppi – að reiða fram hádegismat, skila hlutunum af sér á réttum tíma, hreingerningar, að hjálpa félögum með húsnæðismál og peningamál og svo framvegis. Morgnarnir í klúbbhúsinu fara oft í þannig vinnu. Þó hefur reynslan sýnt að væntingar og vellíðan í klúbbhúsum krefst margvíslegs aukalegs framtaks. Síðdegið skapar tækifæri til þess að vinna í verkefnum sem ekki eru talin jafn brýn og áður talin verkefni, en eru eigi að síður nauðsynleg fyrir klúbbhúsasamfélögin.
Grundvallaratriði þegar virkja á félaga og starfsfólk síðdegis er að halda deildarfundi við upphaf hvers síðdegis. Á þessum fundum er hægt að endurmeta vinnu morgunsins og skrá sjálfboðaliða vegna ólokinna verkefna. Hægt er að skilgreina síðdegisverkefnin og koma sjálfboðaliðunum af stað með verkin. Eftirfarandi síðdegisstörf hefur klúbbhúsum þótt gagnleg.
Viss starfsemi er sérstaklega gagnleg og mikil þörf fyrir á eftirmiðdögum.
- Úthringingar, kort og heimsóknir.
- Útreikningar við úthringingar og viðveruskrá eftir hádegi daglega svo hægt sé að útbúa úthringilista fyrir félaga sem eru fjarverandi þann daginn.
- Bókfæra peninga sem eiga að vera fyrir mat og annað sem selt er þarf að vera skráð í bankabók.
- Á eftirmiðdögum er matur gerður klár þegar verið er að undirbúa kvölddagskrá.
- Útbúa mat fyrir félaga sem þeir geta keypt og tekið með sér heim, þeim er gefinn tilbúinn matur.
- Hjálp við að undirbúa stjórnarfundi sem eiga sér stað síðdegis,
- Klúbbhús sem hafa ódýran markað, skipuleggja það sem á að gefa.
- Deginum lýkur með hreingerningu og skipulagningu á verkum sem unnin eru á hverjum degi.
Eftirmiðdagurinn veitir sérstakt tækifæri til að gera félögum og starfsfólki fært að horfa fram á veginn, að tengja daginn í dag við daginn á morgun, skuldbinda sig deginum á morgun.
Undirbúningur fyrir morgundaginn getur falið í sér:
- Sjálfboðaliðar taki þátt í starfsemi morgundagsins.
- Matseðill ákveðinn.
- Matur keyptur.Viðhalda útbúnaði.
- Undirbúa matseld, þar á meðal bakstri.
- Leggja á borð fyrir morgunmatinn.
- Útbúa dreifibréf eða tilkynningu þar sem auglýst er starfsemi morgundagsins sem verður aðgengileg þegar fólk kemur í klúbbhúsið næsta morgun.
- Þvo og strauja dúka, servéttur og fl.
Til viðbótar er hægt að vinna að langtímaverkefnum, framtíðarsýn, hugmyndavinnu milli félaga og starfsmanna til að gera klúbbhúsinu fært að vinna saman að framtíðarverkefnum næstu vikna og mánuði og jafnvel lengra fram í tímann. Til þeirra verkefna teljast meðal annars.
- Skipuleggja og undirbúa kynningarefni, fjáröflun og efla almannatengsl til að fjölga tækifærum félaga og til starfs og menntunar.
- Heimsóknir til vinnuveitenda, skóla,félagsmiðstöðva eða hverfasamtaka.
- Heimsóknir til sjúkrahúsa, sjúkraheimila og skjóla fyrir heimilislausa til að ,
- Auka meðvitund um þá möguleika sem klúbbhúsið hefur upp á að bjóða.
- Endurskoða framkvæmdaáætlunina og athuga stöðu hennar, ef hópur hefur nýlega undirgengist þjálfun í klúbbhúsi.
- Stefnumál og húsfundir.
- Þjálfun í listsköpun – ræða viðmiðunarreglurnar frá heimspekilegu og praktísku sjónarhorni.
- Skipuleggja einstök klúbbhúsaverkefni eins og blaðaútgáfu. RTR og sjálfstæða ráðningu, garðvinnu, matreiðslu á næringarríkum mat.
- Kanna og greina starfsemi allra deilda klúbbhússins til að auka þátttöku.
- Rýna í tillögur og ábendingar frá nýjustu vottunarskýrslunni. almannatengsl til að fjölga tækifærum félaga til starfs og menntunar.
- Greining á fjárhagsreikningi klúbbhússins, tekjum og kostnaði til þess að félagar og starfsfólk taki frekari þátt í gerð efnahagsáætlana og beri ábyrgð á þeim.
- Meiri háttar viðhaldsverkefni og endurnýjun, t.d. málun, hreinsun á ísskápum, koma á fót görðum og halda þeim við
- Markmiðssetning og skrár fyrir félaga, bæði fyrir einstaklinga og hópa.
- Aðstoð við félaga, á sviði menntunar og atvinnu, t.d. með einkakennslu, umsókn um háskólavist, próflestur og starfsþróun.
Önnur verkefni sem klúbbhúsum hafa þótt henta fyrir síðdegisstörf:
- Undirbúa tölfræði fyrir reikningsgerð, menntun og starfsráðningu.
- Fara í banka fyrir félaga
- Sækja póst og fara með póst
- Mánaðarlegt fréttabréf
- Þróa sjoppu og reka hana
- Þýða erlent efni frá öðrum klúbbhúsum.
- Skrá og endurskoða sýnilega hluti innan klúbbhússins – ljósmyndir, starfatöflur, kort, viðmiðunarreglur
Að hafa ofanaf fyrir félögum krefst fyrst og fremst hollustu, atorku og krafts af framkvæmdastjóranum og öðru starfsfólki. Starfsfólk verður að hafa forystu um að sýna gildi og mikilvægi verkefnanna þannig að félagar muni taka að sér forystu að eigin frumkvæði. Það þarf að skipuleggja starfsemina þannig að hún verði skýr og stuðli að þátttöku. Það þarf að stuðla að háleitu markmiði í klúbbhúsinu þannig ekki sé aðeins komið til móts við brýnar þarfir klúbbfélaga heldur líka komið til móts við þrár einstaklinga og samfélaga eftir samfeldni og vexti.