Símakönnunin fer af stað / Óskum eftir hringjendum
Nú er komið að hinum mikla gleðigjafa sem SÍMAKÖNNUN Klúbbsins Geysis er. Eins og gagnkunnugt er félögum og starfsfólki Geysis hefur könnun af þessu tagi farið fram annað hvert ár. Í könnunni er spurt um ýmsa félagslega stöðu félaga Geysis og um leið tækifæri notað til þess að uppfæra félagatalið. Könnuni fer af stað á morgun fimmtudaginn 8. september og mun standa út september. Könnunin fer þannig fram að hringt er í félaga og þeir spurðir nokkurra spurninga. Við biðjum félaga um að vera jákvæðir gagnvart þeim sem hringja, en um leið óskum við eftir góðum félögum sem treysta sér til þess að hringja í félaga vegna könnunarinnar. Þetta er einkar skemmitlegt verkefni á vinnumiðuðum degi.