Skemmtileg heimsókn í VERÖLD hús Vigdísar
Það var gaman að koma í Veröld hús Vigdísar Finnbogadóttur, en heimsóknin var félagsleg dagskrá í Klúbbnum Geysi. Hinn geðþekki móttökustjór Ólöf Ingólfsdóttir tók á móti hópnum og leiddi hann um húsið ásamt því að fræða um lífshlaup áhugamál og afrek Vigdísar og tilurð og tilgang hússins, fyrir almenning og háskólasamfélagið. Þar sem Vigdís er einnig verndari Klúbbsins Geysis var heimsóknin þeim mun kærari. Takk fyrir okkur.

Myndin er tekin í Veröld

Ólöf upplýsir mannskapinn

Nokkur táknræn augnablik fyrir stöðu tungumála í heiminum. Verkið er eftir Lauwrence Weiner.

Áhugasmir hlustendur