Sköpunarfundur 1. febrúar klukkan 13.30
Nú þegar komið er nýtt ár og nú þegar við getum loksins stundað klúbbinn okkar eins og við vorum vön frá 8.30 – 16.00, köllum við eftir félögum til hugmyndavinnu til að virkja sköpunarkraft og ný verkefni í klúbbnum. Markmið fundarins er að koma saman og pæla í nýjum verkefnum eða tækifærum í vinnumiðuðum degi. Það er í mörg horn að líta í báðum deildum klúbbsins okkar og kjörið fyrir gamla og nýrri félaga að koma aftur í klúbbinn af krafti.
Það er mjög mikilvægt að við öll, félagar og starfsfólk klúbbsins, sinnum honum enda byggir öll hugmyndafræðin okkar á þáttöku félaga.
Klúbburinn rekur sig ekki sjálfur og við erum ekki neitt án félaga! 🙂
Látið sjá ykkur á sköpunarfundi þann 1. febrúar klukkan 13.30