Skráning á jólaviðburði
Það þarf að vera búið að skrá sig í skötuveisluna fyrir 20.desember, verð er 2000 kr. Boðið verður uppá tvær tegundir af kæstri skötu og saltfisk. Það þarf að vera búið að skrá sig fyrir 20. desember í matinn á aðfangadag. Þríréttuð máltíð í boði (lax í forrétt. lambalæri með öllu tilheyrandi í aðalrétt og í eftirrétt verður jólaís) verð er 3500 kr. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 27. desember í áramótasúpuna þann 31. desember (mexíkönsk kjúklingasúpa) verð 800 kr.