Jákvæð skýrsla Louise og Leena
Louise og Leena fluttu bráðabirgðaskýrslu sína eftir að hafa dvalið í Geysi í tvo daga og rúmlega það þessa viku. Það verður ekki annað sagt en að útkoman hafi verið mjög góð og á jákvæðum nótum. Félagar og starfsfólk Geysis getur verið mjög ánægt með niðurstöðu þessarar úttektar og að við getum litið björtum augum til framtíðar. Við þökkum Louise og Leenu fyrir frábært samstarf og kynni, og óskum þeim velfarnaðar.

Frá niðurstöðufundinum í morgun. Frá vinstri Steinar, sem sá um að þýða, Louise og Leena við háborðið.