Slátur í vorblíðunni
Á góðum og þjóðlífseflandi stöðum er gjarnan tekið slátur og í því sambandi talað um sláturtíð á haustin og samkvæmt gömlu tímatali og mánaðaheitum gormánuð. Nú eru breittir tímar og hægt að viðhafa þjóðlega siði allt árið sem áður voru bundnir heilögum véböndum hins forna bædasamfélags. Með það í huga ætlum við að hefja sláturgerð snimmindis þriðjudaginn 15. janúar. Félagar sem eru áhugasamir um slíka sláturiðju eru hvattir til þess að koma í verkið og eiga góða stund í þjóðlegum leik.

Mynd frá sláturgerð í Klúbbnum Geysi