Sláturgerð 28. janúar klukkan 10:00
by
admin
·
21. janúar, 2020
Það er vart til íslenskari matur en blóðmör og lifrarpylsa og keppast margir við að taka slátur, það þykir búbót mikil og þó að umstangið sé talsvert fæst mikill matur og hollur fyrir lítið fé. Allir eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri slátursgerð í Klúbbnum Geysi þriðjudagsmorguninn 28. janúar 2020 klukkan 10:00.