Sláturgerð á miðvikudaginn 28. október
Nú eru haustverkin á fullu og við í Geysi höldum hefðbundnum hætti og tökum slátur. Með það í huga ætlum við að létta á hádegismatargerð þennan dag og bjóða upp á pylsur, þar sem fyrirferð innmatarins verður töluverð. Þeir sem ætla að skrá sig í mat eru beðnir um að hafa þetta í huga. Allir áhugasamir félagar um svona búdrýgindafræði eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í atinu.