Þá er komið að sláturgerð hér í Klúbbnum Geysi. Þetta verður á miðvikudaginn næsta og verður byrjað kl. 10:00. Þá vantar vanar og óvanar hendur til að taka til hendinni í sláturgerð. Endilega mætið þó ekki væri nema til að kíkja á okkur og upplifa Íslenska matarstemningu.
