Sláturgerðin gekk vel og Þorrablót framundan
Flott sláturgerð í Klúbbnum Geysi í gær. Saumaðar vambir hræran í lifrarpylsu og blóðmör smökkuð til og í keppi troðið. Ylmur úr eldhúsinu, ein og úr gamla torfbænum fullur af angurværð og minningarbrotum úr fortíðnni með ömmum og öfum, mæðrum, frænkum og frændum. Yndislegt, dásamlegt og Þorrablót í vændum. Munum að skrá okkur á Þorrablótið. Verð 3.500 kr. á mann. staðfestingargjald 1.500 greiðist í síðasta lagi 1. febrúar. Verð fyrir 7 til 14 ára 1.700 kr. Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Tommi smakkar til blóðmörshræruna.