Smákökubakstur og Litlu jól
Þá er jólaveislunni lokið og frammundan vika full af nýjum verkefnum eins og t.d. smákökubakstur á mánudag, laufabrauðsútskurður á fimmtudag og Litlu jólin laugardaginn 12. desember.
þeir sem ætla að vera með á Litlu jólunum þurfa að skrá sig og greiða staðfestingargjald í síðasta lagi fimmudaginn 10. desember. Allir félagar velkomið að taka þátt í smákökubakstri og laufabrauðsútskurði, klúbburinn Geysir skaffar hráefnið. Viljum einnig minna félaga á kaffihúsið á þriðjudag kl. 14:00 þar sem verður hægt að kaupa heitt súkkulaði og smákökur á vægu verði.
Óskum öllum góðrar helgar og sjáumst á mánudag.