Spurningarkeppni á opnu húsi
Á síðasta opna húsi var hörkuspurningarkeppni þar sem lið ÞG (Ólöf Þóra og Gísli Ferdinandson ( gestur ) ) öttu kappi við lið SH (Sigrúnu Jóhannessdóttur og Harald Harðarson ). ÞG fékk tækifæri til að jafna leikinn í 8:8 með síðustu spurningu leiksins. Það tókst ekki, svarréttur fór yfir og SH innsiglaði sigurinn 9:7. Kári Ragnars var spyrill og Guðlaugur Júníusson stigavörður og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel.