Spurningarkeppni á Þorrablótinu
Spurningarkeppnin var bráðfjörug en erfiðlega gekk að skýra liðin. Á endanum voru nöfnin hápólitísk en liðin hétu Hægra og Vinstra. Hægra liðið skipuðu Ólafur H. Magnússon, Dóra Jónassdóttir og Gunnar Freyr Gunnarsson. Vinstra liðið skipuðu Helgi Halldórsson, Orsi og Ástmar Ingimarsson. Eftir jafnan leik framan af reyndust hægri menn ólseigari og sigruðu á endanum 12-7. Munaði miklu um að einn var með það á hreinu að Diego Maradona spilaði aldrei með Real Madrid. Eins er ekki amalegt að vita að Vorið í Prag var 1968 eða sama ár og Bobby Kennedy var skotinn.