Staðlafundur frestast
Staðlafundur sem átti að vera í dag fimmtudag frestast fram á föstudaginn 12. maí. Þar verður aldið áfram með fundaröðina um hugmyndafræði klúbbhúsahreyfingarinnar. Nú er komið að því að fjalla um alþjóðlega staðla hreyfingarinnar, gildi þeirra og mikilvægi fyrir vel rekið og öflugt klúbbhús. Klúbburinn Geysir er svo sannarlega í flokki þeirra, þar sem hann fékk nýlega 3 ára vottun alþjóðaklúbbhúsahreyfingarinnar. Nú er um að gera að mæta ræða málin og átta sig á mikilvægi staðlanna. Helena mun sjá um fundinn og stjórna umræðum.