Staðlar klúbbsins

Staðlar fyrir Klúbbinn Geysi

Staðlar í notkun 2018

Alþjóðlegar reglur CI samkvæmt hugmyndafræði Fountain House

Alþjóðlegir staðlar fyrir Klúbbhúsahreyfinguna

                                                                                                                                               

Alþjóðlegu staðlarnir eru samþykktir samhljóða um allan heim af klúbbhúsahreyfingunni. Í þeim eru endurhæfingarmarkmið hennar skilgreind. Grundvallarmarkmið staðlanna er að vera miðpunktur að árangursríku starfi hreyfingarinnar: Að hjálpa fólki sem á við geðræn veikindi að stríða til að þurfa ekki að dvelja á stofnunum á meðan það er að ná markmiðum sem varða félagslíf, fjárhag og atvinnu. Staðlarnir þjóna einnig hlutverki „stjórnarskrár“ félaga og sem siðareglur starfsfólks og stjórnarmanna. Í stöðum er þess krafist að klúbbhúsið sé staður virðingar og tækifæra.

Staðlarnir eru sá grunnur sem CI byggir úttektir sínar á þegar gæði klúbbhúsa eru metin.

Annað hvert ár endurskoðar klúbbhúsasamfélagið staðlana og breytir þeim ef þurfa þykir.Endurskoðunin er samræmd af endurskoðunarnefnd CI, skipuð félögum og starfsfólki viðurkenndra klúbbhúsa um allan heim.

Til margra ára voru alþjóðlegar reglur CI kallaðar viðmiðunarreglur innan Klúbbsins Geysis.  Eftir umræður á húsfundum var ákveðið að breyta nafniinu úr viðmiðunarreglum í staðla. Sú breyting var gerð á árinu 2014.

Síðasta uppfærsla staðlanna var í desember 2018.