Starfsmannamat -viðtöl og Þorrinn genginn í garð
Nú hafa félagar lokið við að meta starfsmenn Klúbbsins Geysis og í hönd fara viðtöl við starfsmenn. Slík starfsmanna viðtöl hafa farið fram árlega, en þar gefst félögum tækifæri til þess að leggja hlutlægt mat á starfsmenn klúbbsins og framistöðu þeirra. Í alþjóðlegum stöðlum fyrir klúbbhús er (staðall 29) er getið um slíkar hlutlægar úttektir á klúbbnum og er starfsmannamatið hluti af því. Viðtölin byrja á mánudaginn í næstu viku og verða fram á miðvikudag. Annað sem efst er á baugi er undirbúningur Þorrablóts, en í dag er akkúrat bóndadagurinn sem er fyrsti dagur í Þorra og síðan er Litli Hver í burðarliðnum en hanná iðulega hug okkar síðari hluta mánaðarins. Og þar sem við erum nú kominn í Þorrapælingar er rétt að minna á að Þorrablótið er fyrirhugað fimmtudaginn 2. febrúar. Til þess að forsvaranlegt sé að halda blótið verðum við að fá 30 manns, svo að verðið sé með skikkanlegum hætti. Þegar þetta er ritað hafa 17 manns skráð sig. Betur má ef duga skal, stendur í gömlum fræðum og rétt að árétta það að áhugasamir um Þorrablót og íslenska matarmenningu fyrri tíma hvetji nú sitt fólk og skrái sig á blótið. Verð aðeins kr. 2.800 sem gerist ekki betra í vorblíðunni.