Starfsmannamat
Árlegt mat Geysisfélaga á starfsmönnum klúbbsins hófst nú 1. desember. Matið er skriflegt og leynilegt. Félagar hafa viku til þess að meta hvern starfsmann. Grace ríður á vaðið og verður í mati nú fyrstu vikuna. Helena tekur við í næstu viku og svo koll af kolli. Við hvetjum félaga til þess að taka þátt, til þess að efla starfsfólkið og gera það hæfara til að sinna sínum störfum.