Stokkseyri í strætó
Í félagslegri dagskrá fimmutdaginn 24. ágúst ætlum við að skreppa í strætó til Stokkseyrar. Á Stokkseyri er margt forvitnilegt að sjá af menningarlegu tagi og ekki vekur fjölbreytt lífríki fjörunnar minni áhuga. Hvetjum áhugasama félaga til að skrá sig fyrir kl. 10.00 á morgun. Lagt verður af stað frá Mjódd kl. 11.59 með vagni númer 52. Koma svo! Veðrið verður yndislegt og fallegt.

Falleg hús og fjölbreytt mannlíf.