Sumar í sinni
Búin að vera viðburðarík og skemmtileg vika í Geysi. Sólin kom undan skýjum í lok vikunar og lofar góðu í næstu viku. Dagarnir hafa einkennst af undirbúningi heilsuvikunnar 11. til 14. júní og Geysidagsins sem verður 15. júní og verður haldið áfram næstu viku. Geysisfélagi mætti einnig í vinnustofu um geðheilsuteymi á vegum heilbrigðisráðuneytisins í gær. Minnum líka á 20 ára afmælisfundinn mánudaginn 27. maí og afmæliskaffi félaga þriðjudaginn 28. maí. Vegna uppstigningar verður klúbburinn lokaður 30. maí, en við opnum aftur hress og kát 31. maí. Takk fyrir öfluga viku og mætum með góðan kraft eftir helgi.

Tóta og Tommi í blíðunni fimmtudaginn 23. maí.