Sumardagurinn fyrsti í tuttugu ár með Geysi
Nú er sumar gleðjist gamlir
og ungir saman
gífurlega verður
svaka gaman
Að aftan og að framan
Hvílíkt veður far-out
Hvílíkt veður frík-out
Þetta er gömul afbökun af kvæði Steingríms Thorsteinssonar, sem hefur verið töm á tungu þjóðar um árabil. Ætíð sungið á sumardaginn fyrsta og gefur trukk og búst fyrir fjöregg sálnanna í blíðu sumarsins. Félagar, starfsfólk og stjórn klúbbsins óskar öllum velunnurum og stuðningsmönnum Klúbbsins Geysis gleðilegs sumars. Hlökkum til áframhaldandi samstarfs í sumar. Í tilefni dagsins verður klúbburinn lokaður þennan sólríka dag. Eftir sem áður verður fjör og skemmtan um alla borg.