Sundferð og Viðeyjarferð
Farið verður í sund í Laugardalslauginni fimmtudaginn 17. júlí. Lagt af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16.00. Eina sem þarf að mæta með eru sundfötin og góða skapið. Vonum svo að sólin mæti á svæðið.
Farið verður í Viðey laugardaginn 19. júlí nk. Lagt af stað frá Geysi kl. 10:45 og ferjan tekin frá Skarfabakka kl. 11:15. Vinsamlegast athugið að klæða ykkur eftir veðri og vera vel skóuð til göngu. Verð í ferjuna er kr. 1.100 fyrir fullorðna og kr. 900 fyrir öryrkja. Grillaðar verða pylsur í hádeginu og kostar maturinn kr. 600. Vinsamlegast athugið að skrá ykkur í matinn í seinasta lagi á fimmtudag þannig að hægt sé að áætla fjölda í mat.