Sundhetturnar
Nýtt félag, SUNDHETTURNAR undir forystu Lísu hefur orðið til í Klúbbnum Geysi. Markmið og tilgangur félagsins er að halda út hvers kyns vatnsheilsutengdri dagskrá innan Geysis. Dæmi: Fara í sund og heita potta, sjósund, göngur í rigningu og aðskiljanlegu blautviðri. Fyrsta verkefni félagsins er að hvetja félaga í nýársbaðið, en haldið verður í þá för fimmtudaginn 22. janúar kl. 16.00. Hvetjum félaga til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Þeir félagar sem hafa græna kortið frá TR þurfa ekki að greiða aðgangaseyri í sundlaugar Reykjavíkur.