Sundhöllin í félagslegu 4. október
Þar sem síðasta heimsókn í Sundhöllina við Barónsstíg þótti takast svo vel þegar þangað var farið fyrir nærri tveimur mánuðum var ákveðið að tína fram sundgallann og froskalappirnar og skella sér á staðinn á ný. Ný viðbygging við aldurhnigna Höllina hefur þótt takast all þokkalega, með pottum og gufum, þannig að engum ætti að verða til tjóns að efla sína sálarsundhæfni og skella sér með. Lagt á stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16.00, nú eða við hittumst í anddyrinu, eða bara í pottinum um svipað leyti. En gott að skrá sig í klúbbnum, eða hringja og láta vita um áhuga á sundferðinni.
Sund er björg fyrir sálarheill
sætleika vatns í klór.
Gangi ég hokinn og heilsuveill
Höllin er lygnari en sjór.
Með heilsukveðjum,
Sundfélagið

Allir í sund 4. október