Sushi í Tokyo Glæsibæ
Kæru Geysisfélagar.
Í félagslegri dagskrá dagsins verður haldið á veitingastaðinn Sushi Tokio sem er staðsettur í Glæsibæ. Þar ætlum við að hittast klukkan 16:30, kíkja á matseðilinn og velja okkur það sem hugurinn girnist og buddan ræður við. Eigum góða stund í sælureit japanskrar sushihefðar og njótum til fulls.
Varð þá japönskum sushimeistara að orði
Í Glæsibæ á góðri stund
gægist lítil sushisneið,
Tóta fær sér bjútýblund
bara svona í leið-inni.
Munið því að ekki verður farið í miðbæjarkringumtjörninagöngu og á bæjarins bestu í lokin. Þeirri göngu verður frestað vegna leiðinda veðurs.

Þetta er svokallaður sushihringur